Magniús að tafli í gær gegn Ding. Mynd: Heimasíða mótsins.

Taflfélag Reykjavíkur gerði jafntefli við litháíska taflfélagið Framlengingu (Overtime) í sjöttu og næstsíðustu umferð EM taflfélaga sem fram fór í gær. Víkingar lutu í dúka á móti dönsku sveitinni Jestmark. Fyrsta skiptið í mótinu sem sveitirnar gera ekki öfug úrslit.

Í viðureign TR í gær unnu Margeir Pétursson og Arnar Gunnarsson sínar skákir.

Víkingarnir töpuðu 1½-4½ fyrir dönsku sveitinni Jetsmark. Davíð Kjartansson vann en Páll Þórarinsson gerði jafntefli.

TR er í 25. sæti með 7 stig en Víkingaklúbburinn er í 52. sæti með 4 stig.

Umferð dagsins

TR mætir belgísku sveitinni KGSRL. Þar teflir Íslandsvinurinn Ivan Sokolov (2573) á öðru borði. TR-ingar eru stigahærri á sjöttu borði á stigalægri á öðrum borðum.

Víkigaklúbburinn taflir við enska klúbbinn 3Cs. Sveitirnar eru áþekkar af styrkleika. Víkingar eru stigahærri á þremur efstu borðunum en stigalægri á hinum þremur.

Staðan

Norska klúbburinn Valeranga, með Magnús Carlsen á efsta borði, er í forystu á mótinu. Magnús gerði jafntefli í gær við Ding Liren.

Um mótið

Evrópukeppni taflfélaga fer fram í Porto Carras í Grikklandi. Tvö íslensk taflfélög taka þátt. Annars vegar eru það Íslandsmeistarar Víkingaklúbbbins og hins vegar Taflfélag Reykjavíkur. TR sendir sterkt lið til leiks. Lið þeirra hefur meðalstigin 2419 og er hið 19. stigahæsta af 61 sveit. Lið Víkingaklúbbins er töluvert lakara. Meðalstigin eru 2178 skákstig og er liðið nr. 47 í styrkleikaröðinni.

- Auglýsing -