Hilmir Freyr byrjar vel í Esbjerg.

Hilmir Freyr Heimisson (2271) hefur 3½ vinning eftir 5 umferðir á alþjóðlegu móti í Esbjerg. Í gær voru tefldar tvær umferðir. Hilmir tapaði fyrir þýska stórmeistaranum Dmitrij Kollars (2540) en gerði sér lítið fyrir og vann danska alþjóðlega meistarann Jens Ove Fries Nielsen (2370) í síðari skák dagsins. Hilmir er í 2.-4. sæti. Alþjóðlegi meistarann Mikkel Djernæn Antonsen (2429) er efstur með 4 vinninga.

Tvær umferðir eru tefldar í dag og er fyrri umferð dagsins í gangi. Hilmir teflir þar við áðurnefndan Antonsen. Í síðari skákinni mætir hann sænska FIDE-meistaranum Tom Rydström (2294).

Tíu skákmenn taka þátt í þessu “turbo-móti” sem fram fer á fimm dögum.

Hilmir Freyr er ekki Íslendingurinn sem situr þessa dagana að tafli í Danaveldi. Það gerir einnig fósturfaðir hans, Henrik Danielsen (2502). Hann teflir á minningarmóti um Bent Larsen sem fram fer í Álaborg. Henrik hefur 4 vinninga eftir 5 umferðir. Sjötta og næstsíðasta umferð er í gangi og teflir Henrik við úkraínska alþjóðlega meistarann Bogdan Borsos (2277).

- Auglýsing -