Hannes Hlífar Stefánsson að tafl í Reykjavíkurskákmótinu 2017. Mynd: Ómar Óskarsson.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2502) endaði í 4.-13. sæti á Meistarmóti Bæjaralands sem lauk í morgun. Hann vann rússneska alþjóðlega meistarann Sergey Slugin (2362) á glæsilegan og snaggaralegan hátt í lokaumferðinni sem fram fór í morgun. Hannes er þekktur morgunhagi og morgunumferðir henta honum afar vel.

Í gær gerði hann jafntefli við Eduardo Iturrizaga (2617) frá Venesúela.

Góð frammistaða hjá Hannesi en árangur hans á mótinu samsvaraði 2598 skákstigum. Hannes hækkar um 12 stig fyrir hana.

497 keppendur frá 34 þjóðum tóku þátt í mótinu og þar af 25 stórmeistarar. Hannes var nr. 20 í stigaröð keppenda.

- Auglýsing -