Skákdeild Fjölnis er í forystu eftir fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga. Frammúrskarandi frammistaða hjá Fjölni sem engin sá fyrir. Sjö af átta liðsmönnum Fjölnis hækka á stigum fyrir frammistöðuna!

Fjölnir vann stórsigur á Skákdeild KR 7½-½. Skákfélagið Huginn er í öðru sæti aðeins hálfum vinningi á eftir eftir góðan 6½-1½ á b-sveit Taflfélags Reykjavíkur. Íslandsmeistarar Víkingaklúbbsins. Íslandsmeistar Víkingaklúbbins erum tveimur vinningi á eftir 7-1 stórsigur á Skákfélagi Akureyrar.
Önnur úrslit urðu þau að a-sveit TR vann b-sveit Hugins 6-2 og Taflfélag Garðabæjar vann Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanesbæ með sama mun.
Stefnir í gríðarlega spennandi lokabaráttu í mars nk. á milli topliðanna þriggja. Staða KR er erfið en b-sveitir Hugins og TR berjast um að halda sér uppi.
Öll úrslit umferðarinnar má finna á Chess-Results.

2. deild
Skákdeild Hauka og b-sveit Skákfélag Akureyrar eru jöfn og efst. Skákfélag Selfoss og nágrennis er í þriðja sæti.
Afar jöfn deild en aðeins munar 4½ vinningi á efstu og neðstu sveit.
Staðan á Chess-Results.
3. deild
B-sveit Taflfélag Garðabæjar er efst með fullt hús. Skákfélag Sauðárkróks, Taflfélag Akraness og Skáksamband Austurlands eru í 2.-4. sæti.
Staðan á Chess-Results.
4. deild
Ungmennasamband Borgarfjarðar er í forystu með fullt hús. B-sveit Hróka alls fagnaða, d-sveit Taflfélags Reykjavíkur og b-sveit Skákdeildar KR eru í 2.-4. sæti.
Staðan á Chess-Results.
Pistill um Íslandsmót skákfélaga væntanlegur á Skák.is á morgun eða hinn.