Fabi og Magnús við upphaf þriðju skákarinnar.

Jafntefli varð í þriðju einvígisskák Fabiano Caruana (2832) og Magnúsar Carlsen (2835). Fabi hafði hvítt og rétt eins og fyrstu skákinni beitti heimsmeistarinn Sikileyjarvörn. Eins og í fyrstu skákinni tefldi Bandaríkjamaðurinn Rossolimo-afbrigðið (3. Bb5). Skákáhugamenn verða því enn að bíða spenntir eftir því hvað Norðmaðurinn ætli að tefla gegn 3. d4.

Caruana var fyrr til að breyta út af frá fyrstu skákinni þegar hann lék  6.0-0 Carlsen virtist svo koma Caruana á óvart með sjaldgæfum 6…Dc7 leik og eins þegar hann lék 9….0-0 og gaf peðið á c5.

Fabi afþakkaði það og lék 10. Rbd2. Fabiano fékk þægilegri stöðu en missti svo þráðinn og loks var það Magnús sem pressaði með betra endatafl en þó aldrei neitt sem hönd á festi. Jafntefli var samið eftir 49 leiki.

Yfirferð Chess.com um einvígið hér.

Ingvar Þór Jóhannesson fer yfir skákina á Youtube.

Fjórða skákin fer fram á morgun og hefst kl. 15. Þá hefur Carlsen hvítt.

Hvar er best að fylgjast með einvíginu:

- Auglýsing -