Róbert Luu Íslandsmeistari í skólaskák. Mynd: IEB

Úrslitakeppni yngri flokks á Landsmótinu í skólaskák fór fram í gær í húsnæði Skákskóla Íslands. Fjórir voru efstir og jafnir eftir aðalkeppnina. Tefldar voru 3 umferðir eða allir við alla og var þetta mjög jafnt. Eftir 2 umferðir voru allir jafnir með 1 vinning en í lokaumferðinni sigruðu þeir Robert og Örn sínar skákir og úr varð bráðabani um titilinn.

Þar sigraði Robert 2-0.Robert Luu er því Landsmótsmeistari 2018 í yngri flokk. Örn í öðru sæti, Gunnar Erik í þriðja og Stefán Orri í fjórða. 

Keppendur í aukakeppninni. Mynd: IEB

Mótið á Chess-Results

- Auglýsing -