Frá íslandsmóti unglingsveita í fyrra

Íslandsmót unglingasveita 2018 verður haldið þann 8. desember næstkomandi í Garðalundi í Garðabæ. (Garðaskóli)

Mótið hefst kl. 13 og stendur líklega fram til 17. Umhugsunartími eru 10 mínútur + 5 sek á mann.

Mótið er liðakeppni taflfélaga og eru 4 í hverju liði auk varamanna.

Reglugerð mótsins má finna á vefnum skaksamband.is http://www.skaksamband.is/?c=webpage&id=249

Þátttökurétt hafa öll taflfélög sem og/eða íþrótta/héraðssambönd svo framarlega að ekki er taflfélag á sama svæði.

Skráning fer fram í tölvupósti til félagsins tg@tgchessclub.com

Skákstjóri er Páll Sigurðsson

Benda ber sérstaklega á

  • að sameinuð lið geta ekki orðið Íslandsmeistarar
  • hverju liði skal fylgja liðsstjóri sem sér um liðið og að fylla út öll úrslit í mótinu. Hver liðsstjóri skal ekki stýra meira en 2 liðum
  • Þátttökugjöld eru 4000 kr. á hvert lið. (2000 fyrir aukalið.)
  • Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Fæðingardagar þeirra keppenda sem eru ekki á skákstigalista þurfa fylgja með skráningu.

Íslandsmeistarar 2017 voru Breiðablik og Bolungarvík A og Taflfélag Reykjavíkur A.

Mótið á Chess-Results.

- Auglýsing -