Skákdeild Breiðabliks og Skákfélagið Huginn hafa átt farsælt samstarf um MótX skákhátíðina (Gestamótið) og hafa nú ákveðið að stórauka samstarfið með sameiginlegu unglinga- og innanfélagsstarfi.

Starfsemi Hugins í Mjódd færist í hin glæsilegu húsakynni í stúkunni við Kópavogsvöll.

Barna- og unglingaæfingar verða sameinaðar við Kópavogsvöll og umfang þjálfunar yngstu iðkenda (um 10 ára og yngri) aukið með hugmyndum um fleiri æfingastaði í nærumhverfi þeirra. Einnig verður áframhaldandi stuðningur við skákkennslu í skólum á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrsta sameiginlega verkefni félaganna verður Jólapakkaskákmótið sívinsæla sem fram fer sunnudaginn 16. des. í Álfhólsskóla og hefst kl. 13:00.

Pálmi Ragnar Pétursson formaður Skákfélagsins Hugins

Halldór Grétar Einarsson formaður Skákdeildar Breiðabliks

- Auglýsing -