Guðmundur Kjartansson er efstur ásamt Degi á Skákhátíð MótX.

Vignir Vatnar Stefánsson (2271) og Guðmundur Kjartansson (2415) unnu báðir sínar skákir í áttundu umferð Hastings-mótsins í gær. Vignir vann búlgarska alþjóðlega meistarann Vladimir Sergeev Petrov (2365) á afar sannfærandi hátt með svörtu og Guðmundur lagði Kóreumanninn In Jung Gu (1794) örugglega að velli. Báðir hafa þeir 5½ vinning og eru í 2.-10. sæti hálfum vinningi á eftir forystusauðnum, enska stórmeistaranum, Daniel Gormally (2478).

Níunda og næstsíðasta umferð hefst núna kl. 14:15. Þá teflir Vignir við írska FIDE-meistarann Conor Murphy (2331) en Gummi við búlgarska alþjóðlega meistarann Martin Petrov (2472).

- Auglýsing -