Parham Maghsoodloo kemur á GAMMA Reykjavíkurskákmótið!

GAMMA Reykjavíkurskákmótið fer fram 8.-16. apríl nk.  132 skákmenn eru þegar skráðir til leiks og er ríflega 100 þeirra erlendir.  Stigahæstur skráðra keppenda er David Navara.

Skáksambandið vill hvetja íslenska skákmenn til að skrá sig sem fyrst til leiks. Þeir sem skrá sig og greiða þátttökugjöldið fyrir 1. febrúar nk. fá 2.000 kr.  afslátt. Um er að ræða viðbótarslátt því nú þegar fá Íslendingar afslátt miðað við erlenda keppendur. Þau afsláttarkjör eru þannig að þeir greiða 100 kr. fyrir evruna.

Margfaldaðu gjöldin með 100 kr. og þá færðu út þátttökugjöldin í krónum. Þessi tefla gildir til 1. febrúar!

Leggja skal þátttökugjöldin inn á 101-26-12763, kt. 580269-5409. Athugið að þessi kjör gilda aðeins ef skráning og greiðsla fer fram fyrir 1. febrúar nk. 

Skráning fer fram hér.

- Auglýsing -