Keppendur í Alkmaar en þar var teflt í gær. Mynd: Alina l'Ami/Tata Steel Chess.

Magnús Carlsen (2835) vann loks skák í gær þegar hann lagði heimamanninn Jorden Van Foreest (2612) að velli í sjöttu umferð Tata Steel-mótsins í Sjávarvík í Hollandi. Heimsmeistarinn hafði gert alls 21 jafntefli í röð í kappskák!

Ding Liren (2813) vann Sam Shankland (2725) og er nú efstur ásamt Ian Nopomniachtchi (2763). Carlsen er kominn í 3.-5. sæti.

Frídagur er í dag en mótinu verður framhaldið á morgun. Þá teflir Carlsen við Mamedyarov (2817).

- Auglýsing -