Suðurlandsmeistarar í eldri flokki 2018.

Suðurlandsmót grunnskóla í skák fer fram í tilefni Skákdagsins, föstudaginn, 25. janúar. Mótið er sveitakeppni fyrir grunnskóla á Suðurlandi.

Teflt verður í Fischer-setrinu á Selfossi.

Teflt er í tveimur flokkum. Annars fyrir 1.-5. bekk og hins vegar fyrir 6.-10. bekk. Hægt er að senda í báða flokka og er þátttaka ókeypis.

Mótið fór fram í fyrsta skipti í fyrra. Þá sigraði Grunnskólinn í Hveragerði í eldri flokki og Flóaskóli í þeim yngri.

Mótið hefst kl. 10 og er áætlað því ljúki um 12. Verðlaun fyrir 3 efstu sveitirnar í báðum flokkum.

Skráningarfrestur er til og með miðvikudeginum 23. janúar. Allar fyrirspurnir berist á stebbibergs@gmail.com.

Skráningarform má finna hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSczns-9dLn1B8l10C6dIJzWUntoldVEe4CDUaap-qzFeA2Skg/viewform

 

- Auglýsing -