Laugardaginn 19. janúar fara fram þrjár viðureignir í heimsmótinu í netskák. Um er að ræða lokaumferðir í bæði hraðskákkeppninni og leifturskákkeppninni. Í báðum tilfellum vill svo til að lið Íslands getur endað í hinu eftirsótta 2. sæti, sem væri prýðilegur árangur enda vitað að gott silfur er gulli betra!

Serbía kl. 20:00 – Skák í hálfleik

Við byrjum á að mæta liði Serbíu í lokaumferðinni í hraðskákinni og hefst viðureignin kl. 20:00. Svo (ó)heppilega vill til að viðureignin rekst á leik Íslands og Þýskalands á HM í handbolta. Það er ekki vandamál því viðureignin við Serba smellpassar í hálfleik handboltaleiksins. Það er því tilvalið að fjölmenna í skákmótið í hálfleik og valta yfir Serba, en það er vel þekkt og vísindalega (ó)sannað að sigur í skákkeppnum hefur bein áhrif á árangur handboltaliðsins. Áfram Ísland!

Lið Íslands er sem stendur í 3. sæti með 7 stig og gæti hækkað sig upp í 2. sæti með sigri í þessari viðureign. Það er þó háð því að Úkraína vinni Rússland, en það hlýtur að teljast afar líklegt.

Því næst fara fram tvær síðustu umferðirnar í leifturskákinni. Við byrjum á að tefla við Brasilíu kl. 20:40 og mætum svo Venesúela kl. 21:00. Lið Íslands er sem stendur í 2. sæti í leifturskákinni og getur tryggt sætið með sigri í þessum viðureignum.

SKRÁNING

Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig til leiks.

Nýliðar velkomnir!

Nýliðar eru sérstaklega velkomnir og það eina sem þeir þurfa að gera er að fara á síðu liðsins á chess.com og smella á join. Allir geta tekið þátt!

https://www.chess.com/club/team-iceland

Dagskrá:

20:00 – Hraðskák (5+2) gegn Serbíu – Lokaumferð í hraðskákinni.
https://www.chess.com/live#tm=2310

20:40 – Leifturskák 1+1 gegn Brasilíu
https://www.chess.com/live#tm=2290

21:00 – Leifturskák (1+1) gegn Venesúela – Lokaumferð í leifturskákinni
https://www.chess.com/live#tm=2325

HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

Nýliðar þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst. Tengill á mótið verður birtur fyrir mót en hann má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com áður en keppnin hefst.

Allir eru hvattir til að ganga í liðið, en ekki er gerð krafa um styrkleika. Því fleiri – því betra!

TENGLAR

  • Heimasíða Team Iceland á Facebook: Hér
  • Allar viðureignir Team Iceland til þessa: Hér
  • Meðlimir Team Iceland: Hér
  • Leifturskákin, staða og pörun: Hér
  • Hraðskákin, staða og pörun: Hér
  • Reglur LCWL: Hér
- Auglýsing -