Smári Ólafsson að tafli. Mynd: Heimasíða Hugins.

Annarri umferð Skákþings Akureyrar er nú lokið. Þar urðu úrslit þessi:

  • Símon-Rúnar    1/2
  • Andri-Sigurður 1-0
  • Smári-Benedikt 1-0
  • Stefán-Arnar   0-1

Símon og Rúnar fóru báðir varlega og sömdu um skiptan hlut eftir mikil uppskipti í miðtaflinu. Andri náði snemma steinbítstaki á Sigurði og lét svo kné fylgja kviði. Nokkuð öruggur sigur. Smári vann peð gegn nafna sínum og þótt sá hörgdælski virtist hafa sæmilegar bætur stóðst hann ekki áhlaupið eftir að annað peð fór í súginn. Stefán lék snemma af sér peði og átt eftir það í vök að verjast, einkum eftir skiptamunsfórn Arnars sem var í sönnum Petrosjan stíl. Mannsfórn hins fyrrnefnda til að ryðja frelsingja braut dugði skammt og þegar hann missti hið framsækna peð á b7 þá var leikurinn úti.

Eftir tvær umferðir eru þeir Andri og Smári með fullt hús, en Rúnar og Símon hafa hálfum vinningi minna.

Þriðja umferð verður tefld á morgun, 20. janúar. Þá leiða saman hesta sína og hróka:

  • Benedikt og Stefán
  • Rúnar og Smári
  • Sigurður og Símon
  • Arnar og Andri (verður tefld 22. jan).

Af heimasíðu SA

- Auglýsing -