2019 Gibraltar International Chess Festival: Masters, Round 1, 22 January 2019. Photos by John Saunders

Stórmeistarinn, Jóhann Hjartarson (2530), gerði í gær jafntefli við úkraínska stórmeistarann Pavel Eljanov (2680) í 4. umferð alþjóðlega mótsins á Gíbraltar. Í þriðju umferð vann hann spænska alþjóðlega meistarann Anders Merario Alarcon (2405) eftir að hafa snúið á hann í krítískri stöðu. Jóhann hefur byrjað vel og hefur 3 vinninga.

Í dag teflir við við stórmeistarann Eduardo Iturrizaga (2637) og hófst skákina kl. 14. Góðir straumar til Jóhanns á Skákdeginum!

252 skákmenn tefla í efsta flokki mótsins. Þar af eru 95 stórmeistarar!

 

- Auglýsing -