Myndskreyting: ESE

Hin árlega mótaröð  SKÁKHARPAN – GRAND PRIX MÓT ÖLDUNGA – hefst miðvikudaginn 30.  janúar og verður tileinkuð Skákdeginum eins og undanfarin ár þó hann sé liðinn.  Um er að ræða fjögra vikna mótaröð þar sem þrjú bestu mót hvers keppenda telja til stiga og vinnings.

Í fyrra var breytt um þema mótsins og er keppnin um SKÁKHARPAN nú tileinkuð komandi meisturum framtíðarinnar en SKÁKSEGLIÐ, mótaröð með sama sniði sem fram fer að hausti, hinum föllnu meisturum skákborðsins. Það var hinn góðkunni meistari Gunnar Kr. Gunnarsson, sem hrósaði sigri í keppninni síðast.

Það verður því slegið á létta hörpustrengi,  á hvítum reitum og svörtum,  í anda meistara Friðriks í Vonarhöfn, Strandbergi, Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju næstu  fjóra miðvikudaga. En þar tefla aldnir ástríðuskákmenn linnulaust allan ársins hring sér til afþreygingar yndisauka, milli þess að etja kappi með hjá Æsum, Korpúlfum og KR.

Taflið hefst kl. 13 að venju og tefldar eru 11 umferðir með 10. mínútum á skákina. Lágt  þátttökugjald innifelur kaffi og kruðerí meðan á tafli stendur.  Allir skákmenn 60 ára og eldri velkomnir að vera með óháð þátttöku i öllum mótunumum.

ESE

- Auglýsing -