Myndskreyting: ESE

Á fimmtudaginn, 24. janúar sl., var þjófstörtuðu KORPÚLFAR Skákdeginum á vikulegu skákmóti sínu í Grafarvogi líkt og í fyrra enda útilokað að koma öllum viðburðum honum tengdum fyrir á eina og sama deginum. Réttara væri að tala um Skákviku, líkt og gert er í sambandi við skíðavikuna á Ísafirði.

Margrét systir Friðriks, lék fyrsta leikinn. Mynd: ESE

Mótið fór hið besta fram að vanda enda jafnan svo þegar eldri skákmenn koma saman til að skemmta sér yfir skákborðinu hvert sem tilefnið er. Að þessu sinni var þó tilefnið ærið enda teflt Friðrik Ólafssyni til heiðurs og skáklistinni til dýrðar eins og vel fer á að orða það án þess að færast of mikið í fang.

Keppt var um FRIÐRIKSBIKARINN glæsilegan farandgrip í þriðja sinn og verðlaunapeninga með lágmynd meistarans í kaupbæti. Svo vel vildi til að Margrét Ólafssdóttir (88) systir Friðriks, var stödd á staðnum og var svo góð að leika fyrsta leikinn öllum viðstöddum til ómældrar ánægju, fyrir hönd litla bróður síns.

Úrslit urðu á sama veg og árið á undan. Þór Valtýsson, sigraði

Þór Valtýsson hampaði sigri annað árið í röð. Mynd: ESE

með 9.5 vinningum af 11 mögulegum eins og síðast, Sæbjörn G. Larsen annar með 9 v. og Gunnar Örn Haraldsson þriðji með 8.5 v.  Þeir tveir síðastnefndu skiptu um sæti frá því í fyrra, en Sæbjörn vann mótið í fyrsta sinn þegar um gripinn um keppt. Nánari úrslit má sjá á skáktöflunni hér að ofan. Skákstjórar voru þeir bræður Hlynur og Þorsteinn Þórðarsynir, mágar Ingvars Ásmundssonar, hins góðkunna skákmeistara, heitins.

Skákmót KORPÚLFA félags eldri borgara í Grafarvogi og nágrenni eru haldinn á fimmtudögum kl. 12.30 – 16.30 yfir veturinn. Allir skákfærir áhugamenn velkomnir.

/ ESE

- Auglýsing -