Jokko vann finnsku landsliðskonuna Anastasiu Nazarova. Mynd: GB

Jón Kristinn Þorgeirsson hefur fullt hús í a-flokki Norðurlandamótsins í skólaskák eftir sigur á finnsku lansliðskonunni Anastasiu Nazarov í þriðju umferð fyrr í dag. Stephan Briem gerði í morgun jafntefli við norska FIDE-meistarann Andreas Garberg Tryggestad í b-flokki og er 1.-2. sæti með 2½ vinning.

Stephan Briem er í 1.-2. sæti í b-flokki. Hann var afar nærri því að leggja norska FIDE-meistarann Andreas Tryggestad að velli. Mynd: GB

Alls komu sex vinningar í hús í morgun. Hilmir Freyr Heimisson vann afar sannfærandi sigur á stigahæsta keppenda mótsisn Toivo Keinanen (2403) og hefur 2 vinninga. Í e-flokki koma tveir verðmætir vinningar í hús hjá Kristjáni Inga Smárasyni og Tómasi Möller.

Róbert Luu og Óskar Víkingur gerðu jafntefí í morgun. Mynd: GB

Óskar Víkingur Davíðsson og Róbert Luu, sem tefla í c-flokki gerðu jafntefli og eru í 2.-5. sæti með 2 vinninga. Vignir Vatnar Stefánsson, sem teflir í b-flokki gerði jafntefli. Illa gekk í d-flokki í morgun þar sem Benedikt Briem og Gunnar Erik Guðmundsson töpuðu báðir.  Þeir mætast í dag og hafa þá Íslendingarnir mæst í öllum flokkum.

Ekki amalegir þjálfarar þarna á ferðinni. Björn Ívar Karlsson, sem er útsendingastjóri mótsins, og stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Helgi Ólafsson.

Ísland er í öðru sæti í landskeppninni, hálfum vinningi á eftir Norðmönnum.

Úrslit 3. umferðar

 

 

 

 

Heildarárangurinn íslensku keppendanna

 

 

 

 

 

Fjórða umferð hefst núna kl. 16.

Teflt er við frábærar aðstæður á Hótel Borgarnesi. Tilvalinn bíltúr fyrir skákáhugamenn.

- Auglýsing -