Stephan Briem hafði betur gegn félaga sínum, Vigni Vatnari. Mynd: GB

Jón Kristinn Þorgeirsson (a-flokki) og Stephan Briem (b-flokki) hafa báðir fullt hús eftir 2. umferð NM í skólaskák sem fram fór í Hótel Borgarnesi í gær. Þeir unnu félaga sína, þá Hilmi Frey Heimisson og Vigni Vatnar Stefánsson í gær. Þriðja Íslendingauppgjörið fór fram í gær í e-flokki en þar gerðu Kristján Ingi Smárason og Tómas Möller jafntefli.

Tómas Möller og Kristján Ingi gerði jafntefli í gær. Mynd: GB

Óskar Víkingur Davíðsson og Róbert Luu sem tefla í c-flokki hafa 1½ vinning. Þeir mætast í dag og hafa þá Íslendingarnar mæst í öllum flokki nema d-flokki.

Benedikt Briem og Gunnar Erik Guðmundsson sem tefla í d-flokki hafa báðir 1 vinning.

Úrslit 2. umferðar

Íslendingar eru efstir í landskeppninni ásamt Norðmönnum með 12½ vinning.  Finnar eru þriðju með 11 vinninga.

Í dag verða tefldar umferðir 3 og 4. Fyrri umferð dagsins hefst kl. 10 og sú síðari kl. 16.

Teflt er við frábærar aðstæður á Hótel Borgarnesi. Tilvalinn bíltúr fyrir skákáhugamenn.

- Auglýsing -