Jokko og Hilmir Freyr mætast í 2. umferð. Mynd: GB

Íslensku ungmennin byrjuðu prýðilega á NM í skólaskák sem hófst í Borgarnesi í morgun. Alls fengju þau 6½ vinning af 10 mögulegum. Norðmönnunum gekk best allra en þeir hlutu 7½ vinning. Best gekk í elstu flokkunum en 5½ vinningur af 6 mögulegum komu þar í hús.

Íslensku ungmennin byrjuðu vel.

Önnur umferð hófst núna kl. 16. Þá eru þrjár alíslenskar viðureignir þá í gangi. Róbert Luu hefur tryggt sér sigur.

Róbert Luu vann snöggan sigur í 2. umferð. Mynd: GB

Teflt er í Hótel Borgarnesi við úrvalsaðstæður. Umferðir föstu-, laugar- og sunnudag kl. 10 og 16. Tilvalinn helgarrúntur fyrir áhugasama skákáhugamenn!

Gunnlaugur bæjarstjóri setti mótið. Mynd: GB

Gunnlaugur Júlíusson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, setti mótið í gær og lék fyrsta leik mótsins.

- Auglýsing -