Bandaríkjamenn unnu óvæntan sigur á Kínverjum á HM landsliða. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Heimsmeistaramót landsliða er þessa dagana í gangi í Astana í Kasakstan. Tíu lið taka þátt í opnum- og kvennaflokki. Mörg landanna senda fremur veik lið til leiks á meðan önnur senda sín sterkustu lið eins og Kínverjar og Rússar.

Óvænt úrslit urðu í opnum flokki þegar Bandríkjamenn unnu Kínverja 2½-1½ þrátt fyrri að vera töluvert stigalægri á öllum borðum. Bandaríkjamenn senda til leiks lið sem telja má b- eða jafnvel c-lið þeirra. Svíar taka þátt en þeir enduðu í 11. sæti á síðasta ólympíuskákmóti og komust inn vegna töluverða forfella margra sterkra landsliða.

Bandaríkjamenn eru efstir ásamt Rússum í opnum flokki. Rússar og Kínverjar eru hins vegar efstir í kvennaflokki.

Töluvert er um mótið fjallað í skákhlaðvarpinu síðasta og ástæður þess hversu mótið er veikt.

Finna má fína umfjöllunum um gang mála á Chess.com.

Þriðja umferð hófst núna kl. 9.

- Auglýsing -