Hannes Hlífar að tafli á Íslandsmótinu 2018. Mynd: GB

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2523), er í feiknaformi á alþjóðlega mótinu í Prag. Í gær vann hann úkraínska stórmeistarann Vitaly Suvuk (2514) í sjöundu umferð. Hannes hefur hlotið 6½ vinning og er einn efstur. Annar er indverski FIDE-meistarinn G.A. Stany (2507) með 6 vinninga. Þeir mætast í áttundu og næstsíðustu umferð sem fram fer í dag. Níu skákmenn hafa 5½ vinning

Alls taka þátt 172  skákmenn í flokki Hannes frá 29 löndum. Hannes er einn 12 stórmeistara sem tekur þátt.

- Auglýsing -