Verðlaunahafar á Barna Bliz í hitteðfyrra.

Undanrásir fyrir Reykjavik Open Barna-Blitz hefjast í vikunni. Úrslitin fara fram í Hörpu laugardaginn, 13. apríl

Undanrásirnar sem liggja fyrir eru hjá Hugin, Víkingaklúbbnum, Fjölni og Breiðabliki.

Keppnin er ætluð börnum fæddum 2006 og síðar.

Undanrásir hjá Huginn fóru fram mánudaginn 1. apríl  klukkan 17:00 í Mjóddinni. Undanrásirnar eru hluti af Páskaeggjamóti félagsins. Þrjú sæti í boði. Úrslitin má hinna hér.

Undanrásir Víkingaklúbbsins verða miðvikudaginn 3. apríl í Víkingsheimilinu í Fossvoginum klukkan 17:15. Þrjú sæti í boði.

Undanrásir Fjölnis verða fimmtudaginn 4. apríl klukkan 16:30 í Rimaskóla. Þrjú sæti í boði.

Undanrásir hjá Breiðablik verða föstudaginn 5. apríl klukkan 16:00 í Stúkunni við Kópavogsvöll. Tvö sæti í boði. Skráning fer fram hér.

Upplýsingar um undanrásir hjá Taflfélagi Reykjavíkur sem og um síðustu undanrásirnar eru væntanlegar á næstu dögum. Alls munu 16 börn tefla til úrslita í Hörpu.

- Auglýsing -