Páskaeggjamót Taflfélags Vestmannaeyja verður haldið föstudaginn 12.apríl. Taflið hefst um kl.16:00 og áætlað er að mótinu ljúki um kl.18:00. Mótið er opið öllum grunnskólabörnum (fæðingarár 2003-2012). Átta umferðir verða tefldar með 5 mínútna umhugsunartíma. Páskaegg verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu. Að móti loknu verða þrír þátttakendur dregnir út í happdrætti og hljóta þeir að launum páskaegg. Einnig fá allir þátttakendur lítið páskaegg í þátttökuverðlaun. Sérstök athygli er vakin á því að þátttakendur sem eru í efstu þremur sætunum geta ekki unnið í happadrættinu. Skráning fer fram á staðnum.

- Auglýsing -