Smbat Lputian seg­ir að skák geri börn sann­gjarn­ari, rétt­sýnni og þol­in­móðari. Krist­inn Magnús­son

Skák und­ir­býr nem­end­ur fyr­ir lífs­ins þraut­ir og er jafn­gild al­mennri mennt­un að sögn armenska stór­meist­ar­ans og föður skák­k­ennsl­unn­ar í Armen­íu, Smbats Lputians. Hann hef­ur, fyr­ir hönd skák­k­ennslu­nefnd­ar FIDE, lýst yfir áhuga á því að styðja við skák­k­ennslu í grunn­skól­um á Íslandi.

Smbat var í for­svari fyr­ir inn­leiðingu skák­ar í mennta­kerfi Armen­íu, þar sem skák hef­ur verið skyldufag í grunn­skól­um frá ár­inu 2011. Fjög­ur ár tók að koma á fót skák­k­ennslu í hverj­um ein­asta skóla í borg­um, bæj­um og af­skekkt­um sveit­um Armen­íu en á Íslandi gæti ferlið tekið styttri tíma vegna smæðar þjóðar­inn­ar að sögn Smbats. Nú vinn­ur hann að því að miðla reynslu Armena af verk­efn­inu og tal­ar fyr­ir því að skák verði inn­leidd í mennta­kerfi allra ríkja.

Svona hefst grein blaðakonunnar Veroniku Steinunnar Magnúsdóttur í Morgunblaðinu í gær.

Óhætt er að mæla með efni þessarar greinar sem finna má í heild sinni á Mbl.is.

- Auglýsing -