Séð yfir skáksalinn. Mynd: Fiona Steil-Antoni.

Það verður nóg að gera á skákhátíðinni í Hörpu í dag. Dagskrá dagsins hefst kl. 10 með Barna Blitzi. Þar tefla 16 ára krakkar, og þar 5 stúlkur, um sigurinn með útsláttarfyrirkomulagi. Gera má ráða fyrir að atgangurinn standi til um verða um 12. Áhorfendur velkomnir!

Sjötta umferð GAMMA Reykjavíkurskákmótsins hefst kl. 13.  Fjórir keppendur eru efstir og jafnir með 4½ vinning. Íraninn ungi Alireza Firousja (2669), Armenarnir Robert Hovhannisyan (2630), Sergei Movsesian (2637) og Rúmeninn Constantin Lupulescu (2634).

Verðlaunaafhending á Fischer-random mótinu. Mynd: Fiona

Firousja sigraði á Fischer-slembimótinu í gær og fær keppnisrétt á HM í Fischer-slembiskák í haust. Frétt væntanlega um það og Pub Quiz síðar í dag.

Sigurbjörn Björnsson (2312), Jóhann Hjartarson (2520) , Dagur Ragnarsson (2380) , Björn Þorfinnsson (2399) , Alexander Oliver Mai (2003) , Bragi Þorfinnsson (2436) og Hannes Hlífar Stefánsson (2558) eru efstir íslenskra keppenda með 3½ vinning.

Helstu viðureignir íslenskra keppenda í dag eru:

Allar þessar skákir verða sýndar beint á vefsíðu mótsins.

Í kvöld kl. 20:30 hefst Harpa Blitz. Hraðskákmót á léttu nótunum sem er ekki reiknað til hraðskákstiga. Þátttökugjöld eru 2.000 og renna 80% af þeim í verðlaun. Gera má fyrir að margir af sterkustu keppendum mótsins taki þátt í mótinu.

Mótið er ætlað fyrir kepepndur 18 ára og eldri. Yngri keppendur geta tekið þátt en þurfa að vera á ábyrgð forráðamanna.

Skráning fer fram á skákstað og stendur eingöngu á milli 19:30-20:15. Aðeins er er hægt að greiða þátttökugjaldið í reiðufé. Tilboð á barnum!

 

 

- Auglýsing -