Verðlaunahafarnir á Barna Blitzi. Mymd: Fiona

Úrslitin í Reykjavík Open Barna-Blitz fóru fram í Hörpu í morgun. Til leiks voru mættir 16 vaskir skákkrakkar sem höfðu tryggt sér sæti í úrslitunum með góðum árangri í undanrásum félaganna.

Dregið var í allar umferðir. Ef keppendur stóðu jafnir eftir tvær skákir var tefld bráðabanaskák þar sem hvítur hafði mínútu meir en svörtum dugði jafntefli til að komast áfram.

16-manna úrslit

 • Anna Katarina Thoroddsen – Aron Örn Hlynsson 1-0 1-0
 • Soffía Arndís Berndsen – Óttar Örn Bergmann Sigfússon 1-0 0-1 0-1
 • Iðunn Helgadóttir – Gabríel Sær Bjarnþórsson 0-1 1-0 0-1
 • Gunnar Erik Guðmundsson – Adam Omarsson 1-0 0-1 0-1
 • Rayan Sharifa – Haile Batel Goithom 1-0 1-0
 • Mikael Bjarki Heiðarsson – Guðrún Fanney Briem 1-0 0-1 1-0
 • Bjartur Þórisson – Benedikt Briem 0-1 0-1
 • Benedikt Þórisson – Einar Dagur Brynjarsson 1-0 1-0

8-manna úrslit

 • Benedikt Briem – Óttar Örn Bergmann Sigfússon 1-0 1-0
 • Mikael Bjarki Heiðarsson – Rayan Sharifa 0-1 0-1
 • Benedikt Þórisson – Gabríel Sær Bjarnþórsson 1-0 1-0
 • Anna Katarina Thoroddsen – Adam Omarsson 0-1 0-1

Undanúrslit

 • Benedikt Briem – Benedikt Þórisson 1-0 1-0
 • Adam Omarsson – Rayan Sharifa 0-1 0-1

3. sæti

Adam Omarsson – Benedikt Þórisson 0-1 0-1

 1. sæti 

Rayan Sharifa – Benedikt Briem 0-1 0-1

Benedikt Briem Skákdeild Breiðbliks er því sigurvegari Barna-Blitz árið 2019. Sannarlega glæsilegt hjá pilitinum að vinna allar sínar skákir í úrslitunum. Rayan Sharifa Huginn kom rækilega á óvart með því að komast í úrslitaeinvígið og tryggja sér þannig silfrið. Vel gert hjá Rayan sem hafði hitað vel upp um morguninn á chess.com. Benedikt Þórisson Taflfélagi Reykjavíkur var afar vel að bronsinu kominn en hann vann allar sínar skákir nema gegn nafna sínum Briem.

- Auglýsing -