Rúmeninn Constantin Lupulescu fylgdi eftir góðum sigri á Sergei Movsesian í sjöttu umferð með frábærri skák þar sem hann lagði ungstirnið Alireza Firouzja að velli á glæsilegan hátt eftir að hafa fórnað manni. Miklar flækjur voru í skákinni en Lupulescu var hálari á svellinu. Eftir þennan sigur hefur hann vinningsforskot á næstu menn!

Ungstrinið Alireza í þungum þönkum enda blés andstæðingur hans til stífrar sóknar í dag! @Fiona Steil-Antoni

Gawain Jones og Robert Hovhannisyan gerðu tíðindalítið jafntefli á öðru borði á meðan Nils Grandelius náði í punkt gegn David Eggleston þrátt fyrir að Eggleston hafi átt tvo möguleika á að ná skiptum hlut. Erwin l’Ami sýndi reynslu sína og sneri á Andrew Tang í endtafli. Þessir fjórir eru allir í stórum hópi sem hefur 5,5 vinning ásamt Tigran Petrosian, Sabino Brunello og Mircea-Emilian Parligras. Þeir þurfa allir að treysta á að Lupulescu misstígi sig í síðustu umferðunum.

Jóhann Hjartarson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Guðmundur Kjartansson unnu allir sínar skákir og eru efstir íslendinga með 5 vinninga af 7.

Úrslit og staða:

Endurspilun á beinni útsendingu dagsins með Fionu og Ingvari

Heimasíða mótsins

Skákir á Chess24

Frétt á ensku á heimasíðu mótsins, inniheldur stöðu í flokkum

- Auglýsing -