Séð yfir skáksalinn. Mynd: Fiona Steil-Antoni.

Áttunda og næstsíðasta umferð GAMMA Reykjavíkurskákmótsins hefst kl. 15. Eftir gærdaginn er ljóst að enginn Íslendingur hefur möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna en bæði Dagur Ragnarsson og Sigurbjörn Björnsson hafa möguleika á að ná sér í áfanga að alþjóðlegum meistaratitli nái þeir hagstæðum úrslitum í lokaumferðunum tveim.

Rúmeninn Constantin Lupulescu (2634) er efstur með 6½ vinning. Tíu keppendur hafa 5½ vinning. Meðal þeirra sem eru í deildu tólfta sæti eru Jóhann Hjartarson (2520), Guðmundur Kjartansson (2444) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2571) en allir unnu þeir sínar skákir í gær.

Helstu viðureignir íslenskra skákmanna í dag eru:

 

 

 

Allar þessar skákir verða sýndar beint. Skákskýringar FIDE-meistarans Davíðs Ólafssonar hefjast í Hörpu kl. 17.

Lokaumferðin fer fram í Hörpu á morgun og hefst kl. 11.

- Auglýsing -