Hið árlega Reykjavik Open Pub Quiz fór fram föstudaginn 12. apríl síðastliðinn. Keppnin er orðinn fastur liður á Reykjavíkurskákmótinu og ávallt mæta á milli 40-50 keppendur til að reyna sig í spurningum um skák, skáksöguna og allt milli himins og jarðar tengt skák.

Vel var mætt á Quizzið

Spurningar fóru um víðan völl, allt frá fyrri sigurvegurum Reykjavíkurskákmóts yfir í hvaða fræga fólk var í skóla með frægum skákmanni!

Miðað við fyrri ár bjuggust mótshaldarar ef til vill við sigri erlendra keppenda og því var bikarinn úr alvöru íslensku hrauni!

Fjölmargir sterkir keppendur mættu til leiks og t.a.m. virðast Nils Grandelius (sem vann 2017) og Gawain Jones hafa mjög gaman af því að mæta. Mikla kátínu vakti þegar spurt var út í heimsmeistaraeinvígi Carlsen og Caruana þar sem Grandelius var einmitt aðstoðarmaður Carlsen. Þrátt fyrir það klikkaði hann á spurningunni….Nils bara fyrir sig að hann hefði verið sofandi meðan skákin var í gangi, enda er það þekkt að aðstoðarmenn vinna meðan sá sem verið er að vinna fyrir sefur og svo öfugt þegar skákin er í gangi. Nokkur lið náðu “bjórspurningunni” svokölluðu en það var að þessu sinni spurning #26.

Forláta hraunverðlaunagripur frá meisturunum í Ísspor

Frændurnir Aðalsteinn Thorarensen og Gauti Páll Jónsson höfðu hinsvegar engan áhuga á að láta einhverja útlendinga hrauna yfir sig og liði sem þeir kölluðu “Mjófirðingarnir” hreinlega völtuðu yfir andstæðinga sína og unnu sigur með 25.5 stig af 30 mögulegum. Næstu lið voru í kringum 20 rétt svör og sigurinn því öruggur.

Vinningsliðið

Hér eru spurningar án svara ef menn vilja reyna sig og bera saman við sigurlið og aðra:

https://docs.google.com/presentation/d/1pCSwG5aLUxsvcto0Ybw4cbPt3MIMCKOmCxx32SOWB9U/edit?usp=sharing

Hér eru svo svörin með:

https://docs.google.com/presentation/d/1UKkgg_4n0Fo4nMAOHm-OMuxJzGVn-Fi1V2sMYHvrP9A/edit?usp=sharing

Skak.is og Quizmaster óska þeim félögum til hamingju með sanngjarnan og líklegast kærkominn sigur!

 

- Auglýsing -