Frá HM öldungasveita. Það grillir í liðið í 50+: Þröstur, Jón L., Margeir og Helgi. Mynd: Facebook-síða mótsins

Tvö íslensk lið taka þátt á HM öldungasveita sem nú er í gangi á grísku eyjunni í Ródos. Báðar hafa þær byrjað vel. Íslenska liðið í flokki 50+ hefur fullt hús eftir tvær umferðir.  Sveitinni barst liðsauki í dag þegar Jóhann Hjartarson mætti til leiks! Teflir væntanlega á morgun. Þá mætir liðið sterku liði Ítala.

Liðið í flokki 65+ hefur hlotið 5½ vinning af 8 mögulegum. Það vannst 3-1 sigur í fyrstu umferð en sveitin tapaði með minnsta muni fyrir sterkasta liðinu í 2. umferð.

Úrslitin hjá 50+

Úrslitin hjá 65+

- Auglýsing -