Taflmennirnir á ferð á flugi í skák Aronian og Grischuk. Mynd: Lennart Ootes/Altibox Norway Chess.

Norway Chess hófst með miklum látum í gær þ.e. með fimm jafnteflum í kappskákunum! Það þýddi að allar skákirnar fóru í bráðabana og þar var heldur betur handagangur í öskjunni og t.d. í skák Aronian og Grischuk flug mennirnir um borðið. Hvítum gekk betur og fjórar skákir unnust á hvítt. Það var aðeins, sigurvegari hraðskákmótsins, MVL sem tapaði með hvítu og fékk yfir sig athugasemd frá heimsmeistaranum sem lagði Anand að velli í bráðabananum.

Góða umfjöllun  um fyrstu umferð má lesa á Chess.com.

Staðan eftir fyrstu umferð

 

Önnur umferð hefst kl. 15 í dag. Carlsen mætir þá Aronian.

Fyrirkomulag mótsins

Fyrirkomulag mótsins er afar óvenjulegt. Tímamörkin er miklu hraðari en hefðbundið er. Keppendur á 2 klukkustundir á alla skákina og 10 sekúndur á leik eftir 40 leiki. Tímastjórnun er því afar mikilvæg.

Sé niðurstaðan jafntefli niðurstaðan verður tefldur bráðabani (armageddon) þar sem teflt er með sömu litum og í kappskákinn. Hvítur fær 10 mínútur en svartur fær sjö mínútur. Viðbótartími (3 sekúndur) kemur eftir 60 leiki. Jafntefli telst sem sigur fyrir svartan.

Stigagjöf er sem hér segir:

  • Sigur í kappskák: 2 stig
  • Jafntefli í kappskák og sigur í bráðabana: 1,5 stig
  • Jafntefli í kappskák og tap í bráðabana: 0,5 stig
  • Tap í kappskák: 0 stig
- Auglýsing -