Anand og Mamedyarov renna yfir skákina að henni lokinni. Mynd: Photo: Lennart Ootes/Altibox Norway Chess.

Shakhriyar Mamedyarov er efstur á Norway Chess mótinu með 3½ stig eftir að hafa lagt Vishy Anand að velli í kappskákinni. Fabiano Caruana vann Maxime Vachier-Lagrave en öðrum skákum lauk með jafntefli og fóru í bráðabana. Heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen tókst að bjarga tapaðri skák gegn Levon Aronian og vann svo bráðabanann.

Hvernig fór ég að því að halda þessu gæti Magnús verið að velta fyrir sér. Mynd: Photo: Lennart Ootes/Altibox Norway Chess.

Carlsen er í 2.-3. sæti með 3 stig ásamt Yu Yangvi.

Góða umfjöllun  um aðra umferð má lesa á Chess.com.

Staðan eftir aðra umferð

Þriðja umferð hefst kl. 15 í dag. Carlsen mætir þá Grischuk en Mamdyarov teflir við Aronian.

Fyrirkomulag mótsins

Fyrirkomulag mótsins er afar óvenjulegt. Tímamörkin er miklu hraðari en hefðbundið er. Keppendur á 2 klukkustundir á alla skákina og 10 sekúndur á leik eftir 40 leiki. Tímastjórnun er því afar mikilvæg.

Sé niðurstaðan jafntefli niðurstaðan verður tefldur bráðabani (armageddon) þar sem teflt er með sömu litum og í kappskákinn. Hvítur fær 10 mínútur en svartur fær sjö mínútur. Viðbótartími (3 sekúndur) kemur eftir 60 leiki. Jafntefli telst sem sigur fyrir svartan.

Stigagjöf er sem hér segir:

  • Sigur í kappskák: 2 stig
  • Jafntefli í kappskák og sigur í bráðabana: 1,5 stig
  • Jafntefli í kappskák og tap í bráðabana: 0,5 stig
  • Tap í kappskák: 0 stig
- Auglýsing -