Magnús kampakátur í viðtali að lokinni skák við Judit Polgar og Önnu Rudolf. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Magnús Carlsen (2875) er toppnum á Norway Chess-mótinu að lokinni þriðju umferð sem fram fór í gær. Magnús vann áreynslulítinn sigur á Alexander Grischuk (2775). Fyrir sigurinn fékk Magnús 2 stig og hefur 5 stig að 6 mögulegum. Fjórum skákum lauk með hreinum úrslitum. Aðeins viðureign Maxime Vachier-Lagrave (2779) og Vishy Anand (2767) fór í bráðabana sem lauk með jafntefli og þar sigri Anands sem hafði svart.

Ding Liren (2805), Levon Aronian (2805) og Wesley So (2754) unnu allir kappskákina í gær og eru í 2.-4. sæti með 4 stig.

Góða umfjöllun  um þriðju umferð má lesa á Chess.com.

Staðan eftir þriðju umferð

 

Frídagur er í dag. Fjórða umferð fer fram á morgun. Þá teflir Carlsen við Shahkriyar Mamedyarov (2774).

Fyrirkomulag mótsins

Fyrirkomulag mótsins er afar óvenjulegt. Tímamörkin er miklu hraðari en hefðbundið er. Keppendur fá 2 klukkustundir á alla skákina og 10 sekúndur á leik eftir 40 leiki. Tímastjórnun er því afar mikilvæg.

Sé niðurstaðan jafntefli niðurstaðan verður tefldur bráðabani (armageddon) þar sem teflt er með sömu litum og í kappskákinni. Hvítur fær 10 mínútur en svartur fær sjö mínútur. Viðbótartími (3 sekúndur) bætist við eftir 60 leiki. Jafntefli telst sem sigur fyrir svartan.

Stigagjöf er sem hér segir:

  • Sigur í kappskák: 2 stig
  • Jafntefli í kappskák og sigur í bráðabana: 1,5 stig
  • Jafntefli í kappskák og tap í bráðabana: 0,5 stig
  • Tap í kappskák: 0 stig
- Auglýsing -