Haldið verður skáknámskeið fyrir börn nú í júnímánuði, sem hér segir:

Fyrri hluti:

Þriðjudaginn 11. júní

Miðvikudaginn 12. júní

Fimmtudaginn 13. júní

Alla daga kl. 13-15.30

Síðari hluti dagana 18.-20. júní á sama tíma.

Námskeiðið er einkum ætlað börnum á aldrinum 8-12 ára sem þegar hafa lært mannganginn. Ætti að henta vel þeim sem eru þegar byrjuð að æfa skák. Þátttakendur geta skráð á alla sex dagana eða tekið bara annan hlutann (þrjá daga).

Námskeiðsgjald er kr. 3.000 fyrir hvorn hluta, eða 6.000 fyrir báða hlutana.

Átta þátttakendur þarf til að námskeiðið geti farið fram, en hámarksfjöldi í hvorum hluta er 12.

Kennari verður Áskell Örn Kárason og má skrá þátttöku í netpósti til hans: askell@simnet.is.

Af heimasíðu SA.

- Auglýsing -