Goryachkina í viðtali eftir að sigurinn var ljós. Mynd: FIDE

Hin tvítuga, Aleksandra Goryachkina, hefur tryggt sér sigur á áskorendamóti kvenna og það þrátt fyrir að tveim umferðum er ólokið. Sigurlaunin nema €50.000.

Hálfgert öskubuskuævintrýi. Sú rússneska er yngsti keppandinn og fékk þátttökurétt á áskorendamótinu sem varamaður Hou Yifan sem hafnaði boði um þátttöku.

Með sigrinum hefur hún tryggt sér rétt til að mæta Ju Wenjun í heimsmeistaraeinvígi

Staðan eftir 12 umferðir af 14

Góða umfjöllun um mótið má finna á Chess.com.

Mótinu lýkur þann 17. júní.

- Auglýsing -