Magnús Carlsen kampakátur í mótslok. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Heimsmeistarinn, Magnús Carlsen, tryggði sér sigur á Norway Chess-mótinu í gær með sigri á Yu Yangyi í kappskákinni.

Magnús hefur tekið upp nýjan og mun hvassari skákstíl. Hann lét hafa eftir sér í gær.

“I’ve been influenced by my heroes recently, which is AlphaZero and also one of my seconds from the world championship, [Daniil] Dubov, who has a lot of these ideas with sacrifices in the opening. In essence I’ve become a very different player in terms of style than I was a bit earlier and it’s been a great ride.”

Sjöundi mótasigur Magnúsar í röð!

Góða umfjöllun um áttund og næstsíðustu umferð má lesa á Chess.com.

Staðan eftir átta umferðir:

Carlsen teflir við Caruana í lokaumferð mótsins sem hefst kl. 15.

Fyrirkomulag mótsins

Fyrirkomulag mótsins er afar óvenjulegt. Tímamörkin er miklu hraðari en hefðbundið er. Keppendur fá 2 klukkustundir á alla skákina og 10 sekúndur á leik eftir 40 leiki. Tímastjórnun er því afar mikilvæg.

Sé niðurstaðan jafntefli niðurstaðan verður tefldur bráðabani (armageddon) þar sem teflt er með sömu litum og í kappskákinni. Hvítur fær 10 mínútur en svartur fær sjö mínútur. Viðbótartími (3 sekúndur) bætist við eftir 60 leiki. Jafntefli telst sem sigur fyrir svartan.

Stigagjöf er sem hér segir:

  • Sigur í kappskák: 2 stig
  • Jafntefli í kappskák og sigur í bráðabana: 1,5 stig
  • Jafntefli í kappskák og tap í bráðabana: 0,5 stig
  • Tap í kappskák: 0 stig
- Auglýsing -