Garry Kasparov lék fyrsta leikinn fyrir Anish Giri. Mynd: Lennart Ootes.

Grand Chess Tour hélt áfram í gær í Zagrab í Króatíu. Þar tefla níu af tíu stigahæstu skákmenn heims með Magnús Carlsen fremstan í flokki. Magnús lætur ekki norsk skákstjórnmál trufla einbeitinguna því að ruslaði Anish Giri upp með svörtu í gær og það í aðeins 23 leikjum. Yfirburðir hans virðast vera miklir. Ivan Sokolov lét eftir sér hafa.

 

Hressilega var teflt og lauk fjórum skákum af sex með hreinum úrslitum.

Hvítt Úrslit Svart
So Wesley 1 – 0 Ding Liren
Vachier-Lagrave Maxime ½ – ½ Aronian Levon
Giri Anish 0 – 1 Carlsen Magnus
Anand Viswanathan 0 – 1 Nepomniachtchi Ian
Caruana Fabiano 1 – 0 Nakamura Hikaru
Mamedyarov Shakhriyar ½ – ½ Karjakin Sergey

 

Wesley So og Ding Liren tefldu rólega skák í enska leiknum og lítið virtist vera í gangi. So “trikkaði” svo Kínverjann í miðtaflinu og fékk hrók og tvo biskupa fyrir drottningu sem reyndist of mikill liðsafli.

Carlsen vann í aðeins 23. leikjum út úr Sikileyjarvörn. Myndband með skákskýringum er neðst í fréttinni.

Ian Nepomniachtchi vann einnig sigur með svöru gegn Anand. Anand virtist eiga að fá mikið frumkvæði eftir vafasama peðsfórn Rússans en Nepo var slyngur og tók síðan yfir og Anand tapaði eftir nokkuð slappa taflmennsku í kjölfarið.

Fabiano Caruana hafði betur gegn Hikaru Nakamura í “Bandaríkjaslagnum”. Caruana virtist nýta sér þekkingu úr heimsmeistaraeinvíginu við Carlsen og beitti sama afbrigði og Carlsen gegn honum í einvíginu. Þar virtist Fabiano hafa allt á hreinu og steig ekki af bremsunni eftir að hafa tekið yfirhöndina eftir sterkan Hh4 leik.

Mótinu verður framhaldið í dag. Þá teflir Carlsen við Anand.

Ítarlega umfjöllun má finna á Chess.com.

- Auglýsing -