Lenka að tafli á Norðurlandamótinu. Mynd: GB

Helgi Áss Grétarsson (2433) hefur 5 vinninga eftir átta umferðir á Norðurlandamótinu í skák sem fram fer í Sarpsborg. Helga hefur ekki gengið vel með svörtu mönnunum á mótinu. Helgi er í 10.-18. sæti en lokaumferðin fer fram í dag.

Efstur er norski stórmeistarinn Frode Urkedal (2525) með 7,5 vinning. Vinningi fyrir neðan hann Jon Ludvig Hammer (2645).

Lenka Ptácníková (2145) er í öðru sæit í kvennaflokki, hálfum vinningi fyrir neðan Sheilu Barth Sahl (2127).

Baldvin Þorláksson (1523) hefur 4 vinninga í öldungaflokki

Lokaumferðin hefst kl. 8.

- Auglýsing -