Magnús Carlsen þurfti að sætta sig við jafntefli við Aronian í gær. Mynd: Lennart Ootes/Grand Chess Tour.

Magnús Carlsen (2875) gerði jafntefli við Levon Aronian (2752) í spennandi skák í níundu umferð Grand Chess Tour-mótsins í Zagreb í gær. Mamedyarov (2774) vann Anand (2767) en öðrum skákum lauk með jafntefli.

Magnús er efstur á mótinu með 6,5 vinninga. Wesley So (2754) er annar með 6 vinninga. Þeir mætast einmitt í tíundu og næstsíðustu umferð sem fram fer í dag.

Úrstlit og staða

Ítarlega umfjöllun má finna á Chess.com.

- Auglýsing -