Hannes að tafli í Lissabon. Mynd: Facebook-síða mótsins.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2562) gerði sitt þriðja jafntefli í jafnmörgum skákum á alþjóðlega mótinu í Leiden í Hollandi í gær. Andstæðingurinn var indverski alþjóðlegi meistarinn Das Arghyadip (2439).

Fjórða umferð fer fram í dag og hefst kl. 15. Þá teflir Hannes við hollenska alþjóðlega meistarann John Van der Wiel (2380)

Hannes teflir í 10 manna lokuðum flokki. Meðalstigin eru 2495 skákstig. Hannes er þriðji stigahæstur keppenda.

 

- Auglýsing -