Evrópumót ungmenna hófst í gær hér í Bratislava í Slóvakíu. Íslendingar eiga hvorki fleiri né færri en 14 keppendur á þessu móti en keppt í U8, U10, U12, U14, U16 og U18 ára flokkum, bæði opnir flokkar og stúlknaflokkar.

Ferðalagið til Slóvakíu gekk nokkuð vel enda aldrei þessu vant aðeins ein flugferð en venjulega þarf allavega tvær flugferðir á mótsstaði Evrópumótanna. Einhver töf var á rútuferð heim og menn voru ekki að komast inn á hótelherbergi fyrr en um eittleytið eftir miðnætti.

Fyrsta umferð var sumsé daginn eftir ferðalag og lítill tími til undirbúnings þar sem pörun kemur sama dag en ekki kvöldið áður eins og mun verða það sem eftir lifir móts. Einhver undirbúningur náðist þó en lítið sem hefur einhver stórkostleg áhrif á skákirnar.

Besti árangur dagsins náðist í U16 flokknum en þar unnu þeir Vignir Vatnar Stefánsson, Stephan Briem og Arnar Milutin Heiðarsson allir sigra í sínum skákum! Glæsilega gert hjá þeim, Vignir og Stephan lögðu stigalægri andstæðinga en skák dagsins var hjá Arnar Milutin sem vann andstæðing yfir 400 stigum hærri að velli!

Andstæðingur Arnars beitti Benoni og Arnar undir áhrifum frá Vigni Vatnari tefldi Taimanov afbrigðið. Vafasamar taktískar aðgerðir á miðborðinu leiddu til þess að Arnar vann mann og hélt honum þrátt fyrir mikla tilburði Ísraelans. Glæsileg byrjun hjá Arnari!

Skemmst er frá því að segja að aðeins einn vinningur til viðbótar kom í hús en það var hjá Batel í U12 stúlkna. Hilmir Freyr lék sig í mát eftir að hafa yfirspilað andstæðing sinn og hafnað fimm þreyttum jafnteflisboðum, grátlegt tap.

Úrslit 1. umferðar:

Netmál hér eru því miður örlítið austur-evrópsk af gamla skólanum eins og er og því hefur gengið illa og erfiðlega að skila þessum litla pistli. Eins er almenn afgreiðsla á hótelinu eins og check-in og almennar fyrirspurnir mjög ábótavant og mega menn búast við hálftíma að fá nýjan hótellykil sem eyðilegst ef menn eru með hann of nálægt síma. Svo er búið að tvírukka okkur fyrir gistináttaskatt og annað álíka pirrandi.

Fyrstu dagarnir oft erfiðir í svona skipulagi og á svona mótum enda 1600 keppendur og líklega annað eins af fylgdarliði! Maturinn á mótsstað og samgöngur á hótel ganga því illa og hægt fyrir sig alla vega fyrst um sinn. Það er eiginlega ótækt að það taki hátt í klukkutíma að fá transport á hótel 5km leið!

En þessir hlutir batna vonandi, keppnishöll er stór og rúmgóð og margt sem er í góðu lagi, t.d. gríðarlegur fjöldi af sýningarborðum á netinu sem menn taka orðið sem sjálfsögðu hlut í dag en mikil vinna fer í.

Í 2. umferðinni í dag má kannski einn helst benda á erfiða skák hjá Stephan Briem sem fær alþjóðlegan meistara frá Austurríki. Sjáumst síðar með ítarlegri pistlum þegar reiðin rennur af undirrituðum við að horfa á þetta…..

 

 

Annars er 2. umferðin svona:

- Auglýsing -