Dagur að tafli í Kragaeyju. Mynd: Bjørn Berg Johansen

Dagur Ragnarsson (2391) vann báðar skákir gærdagsins á alþjóðlegu lokuðu (túrbó) móti í Montreal í Kanada. Fórnarlömb gærdagsins væru Kanadamennirnir Raymond Kaufman (2301) og Mark Plotkin (2357) sem hafði unnið allar skákirnar þar til í gær.

Dagur hefur 3½ vinning eftir 5 umferðir. Tvær umferðir fara fram í dag. Mótinu lýkur á morgun.

Summer Prague Open

Lenka Ptácníková (2089) og Sigurður Ingason (1796) taka þátt í opnum móti í Prag dagana 2. -9. ágúst. Lenka gerði jafntefli í fyrstu umferð en Sigurður tapaði. Önnur umferð fer fram í dag.

Berlin Open

Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1682) tekur þátt í alþjóðlegu sjö umferða móti í Berlín dagana 1.-5. ágúst.

Hún átti góðan gærdag þegar tefldar voru tvær umferðir og hefur 1½ vinning eftir 4 umferðir.

Heimasíða mótsins

Split Open

Í dag hefst Split Open í Króatíu. Helgi Pétur Gunnarsson (1740), Páll Þórsson (1725) og Iðunn Helgadóttir (1117) taka þátt.

 

- Auglýsing -