Atskákhluta Grand Chess Tour-mótsins í St. Louis lauk í gær. Slök frammistaða heimsmeistarans vekur athygli en hann hlaut aðeins 4 vinninga í 9 skákum. Kraftaverk þart til að hann geti náð að vinna upp forystu Aronian og MVL sem hafa fengu 6½ vinning. Vinningar í atskákinni gilda tvöfalt á hraðskákina svo forystan er 5 stig.

MVL hefur náð efsta sætinu á stigalista FIDE af Magnúsi.

Hraðskákin hefst kl. 18 í kvöld. Tíu keppendur taka þátt og tefld er tvöföld umferð, alls 18 skákir. Það verður fróðlegt að sjá hvort að heimsmeistarinn nái vopnum sínum.

 

- Auglýsing -