Bragi Halldórsson að tafli í Helsinki. Mynd: Heimasíða mótsins

Dagana 14.-18. ágúst fer fram skákhátíð í Helsinki í Finnlandi. Teflt er til heiðurs Heikki Westerinen sem fagnar 75 ára afmæli í ár og er meðal þátttakenda. Teflt er í þremur flokkum. Öldungaflokki (65+) og tveim ungmennaflokkum (u20). Annar fyrir stráka og hinn fyrir stelpur.

Finnarnir buðu keppendum frá Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum og Rússlandi í hvern flokk. Ísland á tvo fulltrúa. Bragi Halldórsson (2116) teflir í öldungaflokki og Hilmir Freyr Heimisson (2258) í unglingaflokki.

Um er að ræða túrbó-mót. Tefldar eru níu umferðir á fimm dögum. Bragi vann sænska FIDE-meistarann Bengt Hammer (2199) í fyrstu umferð en tapaði fyrir Eistanum Kalle Peebo (2200) í annarri umferð.

Hilmir Freyr vann Danann Casper Liu (2130) í fyrstu umferð en gerði jafntefli við Eistann Andrei Timoshin (2154) í annarri umferð.

Í dag eru tefldar 3. og 4. umferð og hefjast þær kl. 7 og 14. Hægt er að fylgjast með skákunum í appinu FollowChess og í tenglinum hér að neðan.

Olomouch Chess Summer 2019

Lenka Ptácníková (2089) tekur þátt í alþjóðulegu móti níu umferða móti í Olomouch í Tékklandi dagana 10.-17. ágúst.

Eftir sex umferðir hefur Lenka hlotið 3½ vinning en í gær tapaði hún fyrir tékkneska alþjóðlega meistaranum Milan Babula (2226). Sjöunda umferð fer fram í dag.

Spilimbergo 2019 Open Masters

Daði Ómarsson (2252) tekur þátt í alþjóðlegu móti í Ítalíu sem fram fer 9.-15. ágúst.

Daði hefur staðið prýðilega og hefur unnið t.a.m. tvo skákmenn með meira en 2400 skákstig. Hann hefur 4½ vinning eftir 8 umferðir.

Mótið er Túrbó-mót. Níu umferðir tefldar sex dögum. Lokaumferðin hófst í morgun.

 

 

- Auglýsing -