Æfingar fyrir börn og unglinga hjá Skákfélagi Akureyrar verða sem hér segir:

Mánudagar kl. 17.30-19.00. Þjálfarar Elsa og Hilmir.  Hefst 2. september.

Miðvikudagar kl. 17-18.30. Þjálfarar Sigurður og Andri. Hefst 4. september.

Æfingagjald fyrir önnina er það sama og í fyrra, kr. 6.000. Það verður rukkað fyrir miðjan október.

Við gerum ráð fyrir að mánudagstímarnir henti frekar yngri nemendum (f. 2010 og síðar) og miðvikudagstímarnir þeim sem eru fæddir 2009 og fyrr.  Þetta getur þó verið sveigjanlegt og þeir sem eru skráðir á æfingar eru velkomnir að mæta BÆÐI á mánudögum og miðvikudögum meðan húsrúm leyfir.  Við getum þurft að takmarka fjöldann ef aðsókn verður mikil, en til greina kemur að bæta við þriðja æfingatímanum við. Það ræðst eftir miðjan september og verður þá reynt að finna tíma í samráði við nemendur og forráðamenn.

Gert er ráð fyrir að laugardagsmótin haldi áfram, þau verða auglýst sérstaklega innan skamms.

Hægt er að skrá nemendur með tölvupósti á askell@simnet.is, á facebook eða á staðnum þegar æfingar hefjast.

- Auglýsing -