Féll á tíma Kasparov féll á tíma í vinningsstöðu í 9. skákinni. — Morgunblaðið/ St. Louis chess

Hannes Hlífar Stefánsson teflir á 1. borði fyrir Íslands hönd á EM landsliða sem hefst í Batumi í Georgíu í næsta mánuði. Liðsstjórinn Ingvar Þ. Jóhannsson tilkynnti liðið í vikunni. Auk Hannesar eru í sveitinni Helgi Áss Grétarsson, Bragi Þorfinnsson, Guðmundur Kjartansson og Dagur Ragnarsson sem er nýliði. Af þessu vali má ráða að virkni skákmanna er meira metin en elo-stig og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig gengur eystra.

Hannes Hlífar teflir þessa dagana á alþjóðlegu móti í borginni Sousse í Túnis. Með Hannesi í för nýjasti titilhafi okkar, Davíð Kjartansson. Hannes var í hópi efstu manna eftir fjórar umferðir með 3 vinninga og Davíð var með 2½ vinning.

Í fjórðu umferð mótsins vann Hannes góðan sigur á Lettanum Miezis sem oft hefur teflt hér á landi:

Hannes Hlífar Stefánsson – Normunds Miezis

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. c4 Rf6 6. Rc3 Bb4 7. Dd3

Vinsæll leikur eftir sigur Magnúsar Carlsen í HM einvíginu við Anand árið 2014.

7…. 0-0 8. e5 Re8 9. Be2 d6 10. Rf3 De7 11. Rg5 f5 12. exf6 gxf6 13. Rf3 Rd7 14. 0-0 Rc5 15. Dc2 Bd7 16. a3 Bxc3 17. Dxc3 Hc8 18. Bh6 Rg7 19. b4 Re4 20. De3 f5 21. Rg5 d5 22. Rxe4 dxe4 23. f3 Bc6 24. Hac1 Df6 25. Bg5 Dg6 26. f4 h6 27. Be7 Hf7 28. Bd6

Nú kemst biskupinn til e5 þar sem hann drottnar yfir stöðu svarts.

28…. Kh7 29. b5 Hg8

Með hugmyndinni 30. bxc6 Re8 sem þó mátti svara með 31. Dh3 t.d. 31…. Rxd6 32. Bh5 og vinnur skiptamun.

30. Be5 axb5 31. cxb5 Bd5 32. Hf2 Rh5 33. a4 Rf6 34. a5 Ha8 35. a6 bxa6 36. bxa6 Rd7 37. Bd4 Rf6 38. a7 Hg8 39. h3 Ba8 40. Bc4 Rd5

(Sjá stöðumynd.)

41. Bxd5!

Vel leikið. Mislitir biskupar auka ekki varnarmöguleika svarts nema síður sé.

41…. Bxd5 42. Hb1 h5 43. Hb8 Hff8 44. Hfb2 Kh6 45. Da3 Hc8 46. De3 h4 47. Hxc8 Hxc8 48. Hb8 Hg8 49. Df2 Kh5 50. Bf6! Dxf6 51. Hxg8 e3 52. Dxe3

– og svartur gafst upp.

Hrakfarir Kasparovs

Þó liðin séu meira en 14 ár síðan Garrí Kasparov hætti keppni á alþjóðavettvangi hefur hann annað veifið fengist til að efla á mótum með styttri umhugsunartíma og þá helst í skákmiðstöðinni í St. Louis. Undanfarnar vikur hefur farið þar fram mögnuð skákhátíð sem hófst með at- og hraðskákmótum, síðan móti með venjulegum umhugsunartíma þar sem sigruðu Ding Liren og Magnús Carlsen, og nú var komið að Fischer random sem fengið hefur nýtt nafn, Chess9LX. Útsláttarkeppni átta skákmanna, Champions showdown, hófst á mánudaginn. Aldrei áður hefur hann beðið slíkt afhroð við skákborðið eins og einvíginu við Fabiano Caruana sem vann 19:7. Þeir tefldu sex atskákir (25 10 Bronstein) og 14 hraðskákir ( 5 5 Bronstein). Atskákirnar giltu tvöfalt, annars hefði farið 14:6. Kasparov var óheppinn í nokkrum skákum, notaði mikinn tíma og líkamstjáning hans var óhemju tilþrifamikil. Það verður að teljast ólíklegt að hann láti staðar numið eftir þessa útreið og muni snúa aftur.

Lausn á skákdæmi

Í síðasta pistli var birt hér skákdæmi eftir Pal Benkö

Hvítur leikur og mátar í 3. leik:

Lausnin er þessi: 1. Bc4! og nú:

a) 1…. Kf5 2. Dh5+ Kf6 (eða 2…. Ke4 3. Dd5 mát) 3. Dg5 mát

b) 1…. Ke5 2. Dd5+ Kf6 3. Dg5 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákþættir Helga Ólafssonar í Morgunblaðinu birtast viku síðar á Skák.is. Þessi skákþáttur birtist 7. september 2019

Skákþættir Morgunblaðsins.

- Auglýsing -