Andri Freyr er efstur á Skákþingi Akureyrar. Mynd: Heimasíða SA.

Fimmtu umferð haustmótsins lauk í gær. Miklar sviptingar voru í skákum á efstu borðum. Andri, sem unnið hefur allar skákir sínar til þessa, byggði upp vænlega stöðu gegn Arnari Smára, en fékk svo á sig óvæntan hnykk á ögurstundu. Hann mátti hafa sig allan við til að standast mátið. Báðir keppendur voru tæpir á tíma undir það síðasta, en að lokum hafði Andri þó betur. Robert tókst að vinna drottninguna af Elsu Maríu, sem fékk hrók í staðinn. Með sterkt biskupapar að vopni hóf hún samt kóngssókn, sem þó virtist ekki ýkja hættuleg. Það kom þó í ljós að Robert varð að fara gætilega og í hita leiksins lék hann sig í mát. Þá stóð hann enn til vinnings ef hann hefði fundið rétta leikinn. Þeir Stefán og Eymundur tefldu þunga skák þar sem sá fyrrnefndi náði smám saman undirtökunum og vann nokkuð öruggan sigur.

Úrslitin í heild sinni:

Arnar Smári-Andri       0-1

Elsa María-Robert       1-0

Stefán-Eymundur         1-0

Arna Dögg-Sigurður      0-1

Markús-Hjörleifur       0-1

Emil-Gabríel            0-1

Árni Jóhann-Sigþór      1-0

Hilmir-Alexía           1-0

Þeir Heiðar, Gunnar Logi, Fannar og Jökull Máni tóku yfirsetu í þessari umferð.

Staðan á toppnum eftir fimm umferðir af sjö er þá sú að Amdri Freyr hefur 5 vinninga, Elsa og Stefán 4; Sigurður 3,5 og Robert, Eymundur, Arnar Smári og Fannar Breki hafa 3 vinninga.

Í sjöttu umferð, sem tefld verður á fimmtudag og hefst kl. 18, eigast þessi við:

Eymundur-Andri

Elsa María-Stefán

Heiðar-Arnar Smári

Robert-Arna Dögg

Emil-Árni Jóhann

Hilmir-Markús

Gunnar Logi-Sigþór

Af heimasíðu SA

 

- Auglýsing -