Íslenska liðið fékk tiltölulega viðráðanlegan andstæðing í síðustu umferð á Evrópumóti landsliða. Naumt tap gegn Hvítrússum þýddi viðureign gegn Kósóvó í síðustu umferðinni. Skemmst er frá því að segja að íslenska liðið vann öruggan sigur sem var aldrei í hættu, 3-1

Sigrarnir komu á öðru og þriðja borði hjá þeim Guðmundi og Helga. Guðmundur lagði hinn lánlaus Makolli sem fékk aðeins hálfan vinning í skákunum níu og gerði ekki mikla atlögu að því að breyta því í dag. Franska vörnin skemmtileg hjá Guðmundi í dag.

Helgi Áss tefldi enska leikinn og vélaði andstæðing sinn niður í stöðubaráttu.

Þeir Hannes Hlífar og Dagur Ragnarsson gerðu jafntefli við sína andstæðinga og voru aldrei í neinni hættu.

Toppbaráttan á mótinu var vægast sagt magnþrungin í lokin Fyrir umferðina voru Úkraínumenn og Rússa efstir og líklegast að Úkraínumenn myndu vinna á stigum ef báðir sveitir ynnu sína andstæðinga. Rússar fengu erfiðari pörun gegn Pólverjum en Úkraínumenn fengu sveit Króata.

Fjórða borð Úkraínumanna lenti í mikilli fórnarskák frá andstæðingi sínum og virtist standa höllum fæti og svo var Moiseenko að leika illa af sér á þriðja borði í jafnri stöðu. Moiseenko tapar en fjórða borðið nær að snúa skákinni sér í við með stórkostlegri varnartaflmennsku og seiglu. Þá lítur út fyrir að Ivanchuk sé að leggja Saric fyrir sigrinum á fyrsta borði og Rússarnir að merja Pólverjana 2.5-1.5 á sama tíma. Ivanchuk fatast hinsvegar flugið í úrvinnslunni og Saric nær virki (e. fortress) sem Ivanchuk kemst ekki í gegnum með drottningu og peð gegn hrók og peði. Grátleg niðurstaða fyrir Úkraínumenn eftir alla þessa baráttu.

Rússarnir tóku því gullið með eiginlegt “b-lið” þar sem Karjakin, Grischuk, Nepo, Artemiev og fleiri sátu heima. Í kvennaflokki unnu Rússar einnig nokkuð öruggan sigur og því tvöfaldur sigur hjá Rússunum og gott ef þeir endurtaka ekki leikinn frá 2017 þar með!

Íslenska liðið var í 33. sæti í styrkleikaröð en enda í 31. sæti í töflunni. Lokaniðurstaðan því að mörgu leiti asættanleg og liðið var allt annað í seinni hálfleik mótsins eftir brösugt gengi framanaf.

Guðmundur Kjartansson komst best íslensku liðsmannana frá mótinu og vann heilar fjórar skákir með svörtu mönnunum og hækkar á elóstigum. Aðrir voru ýmist á pari eða aðeins frá sínu besta. Miklu munaði að liðinu gekk hreint skelfilega með hvítu mönnunum og aðeins unnust 2 skákir af 18 og var það aðeins Helgi Áss sem náði að láta hvítu mennina telja.

 

Lokastaða

- Auglýsing -