Wesley So og Carlsen takast í hendur í upphafi átakanna í gær. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com.

Wesley So er í gríðarlegu formi á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák sem nú fer fram í Bærum í Noregi. Hann vann báðar skákirnar í gær. Þá fyrri eftir mikla baráttu en þá síðari eftir að Magnús Carlsen hafði teflt skákina á ákaflega illa í upphafi hennar fékk tapað tafl eftir örfáa leiki með hvítu. Virtist vera í brjáluðu skapi og ekki í jafnvægi. Ástand, sem hann hefur átt að detta í og hefur stundum verið kallað “tilt mode”. Ian Nepomniachtchi skellti fram spakmælum dagsins.

Hæga atskákin (45/15) fór því 3,5-0,5 fyrir So. Vinningar í henni gilda þrefald. Staðan er því 10,5-1,5. Í dag fara fram fjórar hraðar atskákir (15+2) sem gilda tvöfalt. Carlsen þarf að vinna það einvígi a.m.k. 3,5-0,5 til að komast í hraðskákina (3+2) sem verður lokapunktur taflmennskunnar.  Þótt að seint megi vanmeta heimsmeistarann verða lýkur hans á sigri að teljast algjörlega hverfandi.

Öllu meiri spenna er einvíginu um þriðja sæti. Þar vann Ian Nepomniachtchi fyrri skákina í gær á móti Fabiano Caruana en þeirri seinni lauk með jafntefli. Nepo vann því hægari atskákirnar 2,5-1,5 og forystuna því 7,5-4,5.

Lokaátökin hefjast kl. 16:30 í dag. Fyrst með fjórum atskákum og svo með hraðskákum. Einvíginum lýkur ef annar hvor keppandinn nær 12,5 vinningi.

Nánar á Chess.com.

- Auglýsing -